Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Hamagangur fjölmiðla varðandi frásagnir af atburðum hvers konar, getur valdið þeim sem í hlut eiga sársauka sem er óþarfur, það veit sú er þetta ritar hvað manna best, en þau hin sömu mál þess tíma voru gagnrýnd til handa þeim aðilum er þar áttu í hlut af minni hálfu á stað og stund sem og síðar.

Samkeppni um að vera fyrstur með fréttir af fráfalli fólks hvers eðlis sem er skyldi aldrei, verða ofar virðingu við hlutaðeigandi aðila og sífelld endurmenntun blaðamannastéttar hér að lútandi skyldi sannarlega vera til staðar í faggreininni.

Þar skilur nefnilega á milli góðrar blaðamennsku og óvandaðra vinnubragða.

Svo mörg eru þau orð.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband