Frumkvæði að þjóðarsátt ber að fagna.

Framsóknarflokkurinn á öfluga þingmenn sem þora að hafa frumkvæði um hin ýmsu mál, og þess er þörf á tímum þeim sem við nú upplifum, því þeir sem ekkert aðhafast áorka engu.

Það mun ekki af veita að menn takist á við verkefni saman og leggi til hliðar þá arfleifð fortíðar að berjast á banaspjótum, með oddi og egg, bara til að vera á móti.

Hver og einn einasti stjórnmálaflokkur í landinu þekkir þá hina sömu aðferðarfræði, en því ber að fagna að menn skynji nýja tíma.

kv.Guðrún María.


mbl.is Bauð Steingrími til fundar um þjóðarsátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Guðrún. Þjóðarsátt með krötum og kommúnístum er ÓHUGSANDI! Enda
hugmyndin kominn frá ESB-sinnuðum þigmanni Framsóknar. Góð kveðja
TIL ÞÍN OG GÓÐAR ÓSKIR!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.8.2010 kl. 01:05

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Vilja til verka skal virða, en sátt um Evrópuhugmyndafræðina verður ekki það er vitað mál og þjóðin mun hafna slíku.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.8.2010 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband