Hve lengi ætlum við að horfa andvaralaus á þessa þróun ?

Ég hef lengi kallað eftir vakningu á þeirri óheillaþróun í einu samfélagi, sem notkun fíkniefna er, einkum og sér í lagi að kerfið sé þess umkomið að taka á þessum málaflokki fastar en verið hefur til þess að kippa einstaklingum úr umferð í meðferð sem er lokuð en ekki opin.

Meðferð þar sem menn geta ekki gengið inn klukkan 1 og út kl.2. og haldið áfram við neyslumynstur sitt, þangað til allt fer í óefni, og aftur fara menn inn og aftur út.... jafnvel sem börn.

Ef allir þeir fjármunir sem nú fara í störf lögreglu, kring um mál þessi, væru nýttir í meðferðarúrræði, þar sem biðlistar skyldu ekki vera til, þá kynni svo að vera að eftirspurnin minnkaði á þessum viðurstyggilega markaði eyðileggingar í fámennu landi.

Til þess þarf verulega samhæfingu félags, heilbrigðis og dómskerfis mun meiri samhæfingu en til staðar er í kerfi þessu í dag.

Jafnframt þarf innri endurskoðun í félags og heilbrigðiskerfi varðandi málaflokkinn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Tveir dópaðir á sama bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Hér vantar sárlega samhæfingu og aðila við völd sem hefur virkilegan áhuga á málinu og að gera betur. Við eigum ekki að þurfa lesa daglega að einhver hafi ekið undir áhrifum fíkniefna. Það á að vera undantekning frekar en hitt. Ræður enginn neitt við neitt hér lengur? Er þá ekki kominn tími til að taka í taumana og jafnvel breyta um aðferðir? Ég er þess fullviss að þetta þarf ekki að vera svona en til að breyta þessu þurfum við að fara í algjöra naflaskoðun á þjóðfélaginu í heild. Skoða aðferðarmunstur okkar frá leikskóla til elliheimilis. Einhversstaðar a.m.k. þurfum við að gera betur, það er ljóst!

assa (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 01:08

2 identicon

Það þarf að byrja á því að hætta að flokka neyslu sem glæpamál og flokka hana frekar sem heilbrigðismál ef við eigum að ná einhverjum árangri.

Annars er spurning hvort að menn hafi alltaf verið undir áhrif þegar þeir eru teknir á þennan hátt. Lögreglan notast við fíkniefnapróf sem geta náð nokkrar vikur aftur í tímann og geta engann veginn sagt til um hvort aðilinn hafi verið undir áhrifum eða ekki þegar hann var stöðvaður. Lögin eru gölluð og gera enga kröfum um frekari rannsókn eins og t.d. að hlutlaus læknir athugi ástand viðkomandi, fíkniefnaprófið eitt og sér er nóg. Það er því hætta á að lögreglan misnoti þetta tól gagnvart góðkunningjum sínum.

Vildi bara nota tækifærið og benda á þetta, þessu verður að breyta.

Geiri (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 01:20

3 identicon

Geiri.

Ef próf sýna svörun, er ALLTAF tekin blóðprufa.

Hvort sem er áfengis eða fíkniefni.

Veit ekki hvernig þú heldur annað.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 07:39

4 identicon

Blóðprufur sýna ekki heldur hvort aðilinn hafi veirð undir áhrifum eða ekki. Þetta er ekki sambærilegt áfengisneyslu, sum efni festast lengi í líkamanum ólíkt áfengi.

Geiri (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 04:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband