Ætlar Samfylkingin að þvo hendur sínar eins og ekkert sé .... ?

Raunin er sú að hvers konar upplýsingaleysi frá Seðlabanka er heyrir undir forsætisráðuneytið einnig verður ekki einungis skrifað á viðskiptaráðuneytið.

Klaufaskapurinn í viðskiptaráðuneytinu varðandi mál þetta er mikill en breytir þvi ekki að ábyrgð forsætisráðuneytis á eftirgöngu um upplýsingar sem slíkar skyldi er fyrir hendi.

Ábyrgð Samfylkingarinnar sem forystuflokks í ríkisstjórn varðandi það atriði að velja ráðherra utanþings skyldi til haga haldið í þessu efni og ef meint afglöp viðskiptaráðherrans falla ekki sem ábyrgð til handa þeim er réðu hann í ríkisstjórn, þá er tilgangur þess að velja utanþingsráðherra sem fagaðila, fyrir bí ellegar hin faglegu vinnubrögð, gagnrýni undirorpin.

Fyrst og síðast skrifast slíkt á verkstjórn einnar ríkisstjórnar og þeirra flokka sem þar ráða ferð.

Vonandi verður sagan ekki sú að utanþingsráðherrum verði fórnað á altari framgangs og ímyndar einstakra flokka heldur muni þeir dæmast af verkum sínum, hvers eðlis sem eru og meðtaka mistök ellegar ekki mistök, eftir efnum og ástæðum hverju sinni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gylfi og Jóhanna töluðu saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband