AFNEMA þarf lagaskyldu um greiðslu í lífeyrissjóði, sem notaðir eru í markaðsbrask.
Föstudagur, 13. ágúst 2010
Það er verulega andstætt lýðræðisvitund hvers einasta manns að sá hinn sami sé skyldaður með lagasetningu að greiða iðgjöld í sjóði sem aðrir taka ákvarðanir um að nota og nýta í hitt og þetta fjárfestingarævintýri á torgi markaðsbrasks í einu samfélagi, en geta síðan skert greiðslur til sjóðfélaga ef tap verður af ákvarðanatöku um fjárfestingamarkaðsbraskið.
Hér er um miðaldalýðræði að ræða, gjörsamlega fáránlegt skipulag úr öllu korti við hvers konar lýðræðislega þróun og með ólíkindum að slíkt skuli vera raunin í dag, í boði kjörinna fulltrúa er starfa á Alþingi.
Það atriði að stjórnir verkalýðsfélaga skipi i stjórnir lífeyrissjóða er sama miðaldafyrirbæri lýðræðisleysis sem menn hafa engu áorkað í að breyta, undir formerkjum þess að samjamma sig hinu ónýta skipulagi og styggja ekki verkalýðshreyfinguna sem er þó, nú orðið meiriháttar þáttakandi í markaðsbraski í einu þjóðfélagi sem er fjarri tilgangi og markmiðum þeim er hreyfing þessi var upphaflega stofnuð til.
Sökum þess hefur launum verið haldið niðri á vinnumarkaði því hagsmunaárekstrar þess að vinna að hagsmunum launþega annars vegar og hagsmunum fyrirtækja hins vegar sem fjárfestar í atvinnulífi gegnum lífeyrissjóði hafa skarast.
Í krafti þessarar stöðu sinnar hefur verkalýðshreyfing þóst hafa umboð til þess að gera sáttmála og handabandayfirlýsingar allra handa við hin ýmsu stjórnvöld á hverjum tíma sem lagalegt umboð þeirra tekur allsendis ekki til.
Breytinga er þörf, hið fyrsta í þessu efni.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:56 | Facebook
Athugasemdir
Það er ekki betra í þessu "miðaldalýðræði" að launagreiðendur sem eru búnir að greiða launþeganum þessa peninga virðast vera sjálfskipaðir til þess að stjórna fjárfestingum sjóðanna.
Þarna er í raun aðeins um tvær leiðir að ræða, þ.e. annarsvegar að launþegar hætti að greiða í sjóðina og fái að ráðstafa sínum peningum að eigin vali, eða að launþegar ráði því hver stjórnar og rekur sjóðina og hafi aðkomu að stjórnarkjöri í það minnsta einu sinni á ári.
Kjartan Sigurgeirsson, 13.8.2010 kl. 10:17
Sæll Kjartan.
Já ég er innilega sammála þér í þvi að þessar tvær leiðir sem þú nefnir er eitthvað sem fyrir löngu, löngu síðan hefði átt að koma til skoðunar um starfssemi lífeyrissjóðanna.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 13.8.2010 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.