Verður til nýliðun i bændastétt og þá hvernig ?
Föstudagur, 13. ágúst 2010
Því miður hefur kvótasetning mjólkurkvóta í landbúnaði orðið til þess að offjárfestingar í formi tóla og tækja við landbúnaðarframleiðslu, undir formerkjum stærri og færri eininga sem hinnar meintu hagkvæmni allra hluta, fjötrað þróun landbúnaðar hér á landi.
Það var nefnilega til millistig þess að hoppa úr því að mjólka með einföldum mjaltavélum til þess að tæknivæða fjósin með mjaltavélmennum þar sem mannshöndin kemur varla nærri.
Sams konar þróun varð einnig til í sjávarútvegi þar sem kvóti var festur við útgerðaraðila, með sömu rullunni í offjárfestingum allra handa undir sömu dellu formerkjum hinnar meintu stærðarhagkvæmni, sem ofmetin var eins og ýmislegt hér á landi löngum.
Í báðum þessum kerfum hefur framleiðsla safnast á fáar hendur og nýliðun í þessum atvinnugreinunum hefur lotið stöðnun.
Skuldastaða fyrirtækja hefur verið og er óviðunandi vegna offjárfestinga meira og minna við þetta kerfisskipulag, sem ekki skilar því sem til var ætlast.
Þjóðhagslega var fækkun starfa í atvinnugreinunum við þessar skipulagsbreytingar ein orsök fólksflótta á höfuðborgarsvæði og ofþenslu þar á bæ sem síst var æskileg þróun í því magni sem þar var um að ræða.
Samtök þeirra sem fyrir eru munu fagna því að festa í sessi fyrirkomulag sem er þeim til handa sem starfa eftir systeminu rétt eins og í sjávarútvegi, en
frelsið til atvinnu og þjóðhagsleg hagkvæmni i heild, hlýtur að lúta endurskoðun er fram líða tímar.
kv.Guðrún María.
Bændur telja frumvarp til mikilla bóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Viltu fara sömu leið í mjólkurframleiðslu og kjúklingaframleiðslu ég held ég kjósi kvótakerfið frekar.
Magnús Gunnarsson, 13.8.2010 kl. 01:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.