Ákvarðanafælnin í íslensku samfélagi árið 2010.

Það er í raun sama hvert augað eygir, vort samfélag er undirlagt af ákvarðanafælni, þar sem ekki aðeins ríkisstjórn landsins er undirlögð af slíku sbr, ráðningu í embætti Umboðsmanns skuldara, heldur hinar ýmsu stofnanir hins opinbera svo ekki sé minnst á fjármálaumhverfið í bankasýslu ríkisins.

Hinn stórkostlegi skortur á kjarki til þess að taka ákvarðanir og standa eða falla með þeim er fyrir hendi, sem aftur verður til þess að lama frumkvæði og þoka málum áfram í einu þjóðfélagi sem þarf að koma áfram í stað þess að standa í stað.

Stjórnmálamenn eða stofnanir hins opinbera geta ekki lengur skýlt sér bak við aðkeypt lögfræðiálit hér og þar, þeir hinir sömu hljóta að reiða eigið hyggjuvit í þverpokanum um þróun eins þjóðfélags fram á veg.

Og hugmyndir vantar.....

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband