Löngu tímabært, en hvað með þróun lífræns landbúnaðar ?

Að sjálfsögðu á að merkja erfðabreytta matvælaframleiðslu, þótt fyrr hefði verið, en ég sakna þess að heyra nokkuð um þróun lífræns landbúnaðar hér á landi.

Mér best vitanlega unnu Finnar sig meðal annars út úr sinni kreppu á sínum tíma með því að taka til við lífræna landbúnaðarframleiðslu, þar sem aukning þeirra á mörkuðum í Evrópu var eftirtektarverð.

Fróðlegt væri að vita hvað landbúnaðarráðuneytið hefur gert til þess að ýta undir hvata hér að lútandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skylda að merkja sérstaklega erfðabreytt matvæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband