Mannréttindin um það að lifa af launum sínum.

Ísland samþykkti þann sáttmála Sameinuðu Þjóðannna á sínum tíma þess efnis m.a. að borgaraleg mannréttindi hvers manns sem launþega væru að lifa af lágmarkslaunum sínum.

Hvers virði var sú samþykkt og hve vel hefur verkalýðshreyfing landsins staðið vörð um þá hina sömu grunnskyldu við umbjóðendur sína ?

Ég benti á það í blaðagrein í Mogganum á sínum tíma að um helmingur kvenna í félaginu Sókn í Reykjavík, nú Eflingu, var á töxtum sem voru undir skattleysismörkum á þeim tíma, um 1995, en frysting skattleysismarka kom til um svipað leyti eða skömmu síðar.

Ekki bætti sú aðgerð ástand mála til handa þeim lægstlaunuðu hvað þá þeim hópum sem viðmið lægstu launa tóku mið af svo sem öldruðum og öryrkjum, nema síður væri.

Það var ekki nóg með að alls konar stöðugleikatilraunir stjórnvalda til þess að halda launahækkunum í skefjum á vinnumarkaði þar sem verkalýðshreyfing dansaði með, orsökuðu flokkun fólks í fátæktarfjötra, heldur bætti frysting skattleysismarka um betur og sá til þess að rýra kjör hluta almennings í landinu án umbreytinga nokkurra í áraraðir, þar sem hvatinn til þess að vinna á slíkum kjörum var lítill eða enginn.

Allt til þessa dags hafa sitjandi ráðamenn komið af fjöllum eins og Jólasveinar varðandi skilning á því hinu sama, þótt hér sé um að ræða einfalt reikningsdæmi í raun.

Eðli máls samkvæmt tekur það fólk sem lifa þarf við þessa þjóðfélagsstöðu því mesta fallið af hruni eins fjármálakerfis, meðan stórnvöld átta sig ekki á vandanum.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband