Vond var fyrri tíma hagfræði efnahagsmála, fyrir hrun, en lengi getur vont versnað.
Mánudagur, 9. ágúst 2010
Það er nokkuð sama hvert litið er til ákvarðana í tíð núverandi valdhafa, meira og minna byggjast þær á því að reisa við málamyndamarkaðssamfélag þrjú hundruð þúsund manna sem blásið var upp eins og sápukúla hér á landi.
Vinstri flokkarnir treysta sér ekki í nauðsynlegan niðurskurð hjá hinu opinbera á öðrum sviðum en grunnþjónustu eins og venja hefur verið til langtíma, þ.e að spara aurinn en kasta krónunni.
Hafi fyrri ríkisstjórnir verið haldnar núllþráhyggju þá toppa núverandi stjórnvöld það hið sama varðandi það atriði að rembast sem rjúpan við staurinn að standa sig með tölur á blaði sem engar raunverulegar forsendur finnast þó fyrir hvað varðar stöðu heimila í landinu og þá skuldaleiðréttingu sem fyrirséð var að myndi þurfa að koma til sögu.
Öllu skal fórnað til þess að fiffera ríkisbókhaldið, burtséð frá því hvort almenningur í landinu lifi af skattana og skuldaaukninguna eða ekki.
Það heitir að " sjá ekki skóginn fyrir trjánum " og er og hefur verið nokkuð viðtekin venja gegnum árin mismikið þó.
Vandamálagallerýið dandalast áfram þar sem menn keppast við dag hvern að reikna út dráttarvexti á skuldum fram og til baka sem aftur gerir það að verkum að enn fjarlægara er það að heimili og fyrirtæki muni gera annað en ganga beint í gjaldþrot þess hins sama.
Afskriftir skulda virðast aðeins mögulegar til þeirra sem hafa nógu háar fjárhæðir í krónum talið, hinna ekki, sem skulda minna.
Vinstri stjórnin gengur erinda fjármagnseigenda umfram almenning í landinu, þannig er það, því miður.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.