Til hvers þurfti reglugerð ?

Mér best vitanlega var þessi höfn samkvæmt lögum byggð til þess að þjóna samgöngum til Eyja, og það atriði að setja reglugerð til viðbótar lögum þeim hinum sömu er einungis dæmi um það atriði að taka ætti reglugerðavald af ráðherrum einkum og sér í lagi þegar reglugerðir hafa með það að gera sem lögin kveða á um.

Reglugerðaflóð sitjandi valdhafa á hverjum tíma er ótrúlegt og svo vill til að reglugerðir koma aldrei fyrir Alþingi heldur eru þær á valdssviði ráðherra hverju sinni og alls konar geðþóttaákvarðanir geta ráðið för sem breyta lagasetningunni.

Það er vægast sagt ólýðræðislegt, svo ekki sé minnst á það að hugsanlega kunna reglugerðir að þvæla og tyrfa framkvæmd lagafyrirmæla sem áður hafa verið samþykkt

kv.Guðrún María.


mbl.is Herjólfi tryggður forgangur að Landeyjarhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband