Stjórnsýsla hins opinbera hér á landi.

Alveg virðist það sama hve margar ráðstefnur eru haldnar um hitt og þetta er lýtur að stjórnsýslu hins opinbera á hinum ýmsu sviðum, ALLTAF skal finnast óhæf stjórnsýsla gegnum árin þar sem viðkomandi aðilar gera sér ekki grein fyrir því hvað ákvarðanataka þeirra hinna sömu þýðir ellegar eru ekki meðvitaðir um þau lög er þeir hinir sömu starfa undir.

Andvaraleysi almennings sem yfir sig lætur ganga ýmislegt endalaust, er og hefur orðið til þess að lítið þokast til umbóta þar sem virkilegra umbóta er þörf.

Það atriði að þekkja sinn rétt, þýðir ekki endilega að viðkomandi einstaklingur eigi auðvelt með að sækja hann sökum þess að það kostar tíma að setja fram kvörtun með formlegu móti, koma henni á réttan stað og fylgja henni eftir.

Kostnaður getur síðan hamlað,leitan til lögmanna hjá hluta almennings varðandi ýmsa málaleitan ef viðkomandi getur ekki sett sín mál fram sjálfur.

Getur það verið að opinber starfsmaður geti í krafti valds síns tekið ákvörðun sem er einhliða og viðkomandi á ekki möguleika að ræða um eða koma sínum sjónarmiðum á framfæri um að nokkru leyti ?

Því miður er svarið já, enn búum við í þjóðfélagi sem lítið þokast á ákveðnum sviðum til umbóta í stjórnsýslu hins opinbera, og það atriði að einstaklingur þurfi að ganga krókaleiðir til þess að fá viðtal við opinberan starfsmann um eigin mál er langt frá því að vera eðlilegt, en eigi að síður raunin.

Vankunnátta manna um hlutverk valds, meðferð og lagaumhverfi viðkomandi málaflokks er á stundum að virðist alger.

Orsök þess að slíkt er til staðar virðist endurskoðunarleysi yfirmanna, um vinnubrögð hvers konar, sem aftur vekur upp spurningar um það hvað þurfi til að breyta málum á þann veg að tilgangur helgi meðalið.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband