Sparnaður hins opinbera í launakostnaði í velferðarþjónustu.

" Að spara aurinn en kasta krónunni " er atriði sem sannarlega má heimfæra upp á núverandi stjórnarhætti opinberrar þjónustu þar sem svo er komið að varla er hægt að sinna þjónustu sem skyldi , vegna meints sparnaðar sem er þar með orðinn ofar þjónustuhlutverki við borgarana.Með öðrum orðum þjónusta er skert svo sparnað sé hægt að sýna á blaði í tölulegum upplýsingum þótt þjónustu kunni að skorta. Þetta atriði þekkja þeir vel er hafa starfa í heilbrigðis og menntamálum þessarrar þjóðar hvarvetna nokkuð burtséð frá því hvaða stéttir þar um ræðir. Sparnaður í launakostnaði við starfa fólks er og hefur verið viðvarandi vandamál sem og láglaunapólítík þannig að nægur mannafli til starfa hefur ekki skilað sér sem skyldi og álag á fólk í starfi að engu metið í formi launa. Tilgangurinn helgar því ekki lengur meðalið  og alvarlegt íhugunarefni af hálfu okkar skattgreiðenda ætti að vera að skoða mál ögn betur.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband