Spaugstofan er eina áhugaverða efnið á RUV, utan sjónvarpsfrétta.

Ríkissjónvarpið hefur ekki séð sér fært í fjölda ára að kalla saman formenn flokkanna til pólítiskrar umræðu í sjónvarpssal eins og var á árum áður.

Hvar er hlutverk Ríkisútvarpsins í því sambandi ?

Það hefur týnst að mínu mati, og eini áhugaverði þátturinn í sjónvarpsdagskrá er og hefur verið Spaugstofan, sem kemur að hluta til með gagnrýni á stjórnmálaumhverfið og uppákomur í þvi sambandi, þótt það hið sama hlutverk væri vissulega fréttastofu að draga fram sjónarmið pólítískrar umræðu í landinu.

Kastljós og Silfur Egils sérvelja viðmælendur sem er núll og nix, því miður.

Annaðhvort er Ríkisútvarp hlutlaust eða það er það ekki.

Spaugstofan hefur verið hlutlaus í sinni pólítísku gagnrýni og hefur þar staðið vörð um menningarleg markmið þau er kveða á um í lögum undir formerkjum húmors.

Það er næsta hjákátlegt í raun fyrir þessa stofnun.

kv.Guðrún María.


mbl.is Spurning um tilverurétt Ríkisútvarpsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ja hér. Ekki þarf mikið til að gleðja þig...

hilmar jónsson, 6.8.2010 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband