Þessi ríkisstjórn hefur runnið sitt skeið á enda.

Sökum skoðanaleysis í hinum ýmsu málum samfélagsins var það og er mín skoðun að Samfylkingin hafi ekki verið stjórntækur flokkur við stjórnvöl landsins.

Því miður.

Nýjasta klúðrið er ráðning Umboðsmanns skuldara þar sem tækifærismennskan er allsráðandi allra handa, og hagsmunir flokksins sem " the good guy " fljóta ofan á, fyrst og síðast.

Með ólíkindum er hins vegar, hvernig Vinstri Grænir hafa selt mest alla sannfæringu sína til þess að halda þessu stjórnarsamstarfi gangandi, því flokkur þessi gaf sig út fyrir ákveðin sjónarmið fyrir síðustu þingkosningar sem og stjórnarandstöðuflokkur á tíma fyrri stjórnar.

Það síðastnefnda segir nógu mikið um það að nokkurn veginn, er það sama, hvaða flokkar komast í stólana, stefnumálin fara um víðan völl sem miðjumoðssöluvara á markaðstorgi tækifæra til valda.

Meðan svo er breytist lítið í stjórnmálaumhverfinu.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband