Íslenskt þjóðfélag skortir frumkvæði á stjórnmálasviðinu.

Alls konar innbyrðis deilumál hafa verið á sjónarsviði þeirra flokka sem nú sitja við stjórnvölinn, því miður fyrir land og þjóð.

Landið þarf sterka ríkisstjórn á erfiðum tímum svo mikið er víst, en menn verða að vita hvert ferðinni er heitið til þess að tala kjark í þjóðina sem ekki hefur verið hægt að ræða um í tíð núverandi stjórnvalda.

Sterk ríkisstjórn kemur sér saman um hvert skuli halda í stað þess að deila innbyrðis um hvert málið á fætur öðru.

Klaufaskapur Samfylkingar þess efnis að troða í gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu í andstöðu við samstarfsflokkinn er ákvörðun sem kann að verða flokknum dýrkeypt á komandi tímum, þar sem einföld virðing við lýðræðið var að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um slíkt áður.

Doði hugmynda á stjórnmálasviðinu mótast ekki hvað síst af þessu umsóknartilstandi sem ljóst er að nýtur þó ekki meirihlutafylgis meðal þjóðarinnar samkvæmt könnunum.

Flestir stjórnmálaflokkar sundrast í fylkingar já og nei manna varðandi þetta umsóknarferli þar sem tíma hefði verið mun betur varið í að vinna saman að verkefni uppbyggingar eins hagkerfis á Íslandi eftir hrun.

Auðvitað getum við Íslendingar unnið okkur út úr vanda þeim sem við er að etja, en til þess þarf frumkvæði á sviði stjórnmálanna, þar sem hugmyndir til uppbyggingar í allri framtíð, eru ræddar.

Hugmyndir um endurskipulagningu og uppstokkun ýmis konar, sem þarf og má eiga sér stað í íslensku stjórnkerfi, er nauðsynleg og almenningi til hagsbóta.

Stærðarforsendur markaðsbúskapsins íslenska hvað varðar stærðareiningar hvers konar og mælikvarða þar að lútandi svo ekki sé minnst á samkeppnisumhverfi markaðs sem er stórfurðulegt á sumum sviðum, þarf að stokka upp á nýtt.

Sníða þarf stakk eftir vexti hverju sinni, og umbreyta aðstæðum í einu þjóðfélagi eftir því.

Frumkvæði er allt sem þarf.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband