Þótt allur tími Alþingis næsta þing færi í leiðrétta þetta óréttlæti, væri þeim tíma vel varið.

Það er gjörsamlega óviðunandi að horfa þegjandi á þessa þróun mála til handa þeim sem hafa lokið ævistarfi ellegar eru á bótum vegna heilsutaps sem öryrkjar.

Endurskoðun almannatryggingalaga svo ekki sé minnst á tekjutengingavitleysu þá sem við lýði hefur verið, er brýnasta verkefni Alþingismanna.

Ég skora á núverandi ríkisstjórn að bretta upp ermarnar og taka til við það að stemma stigu við þeirri endaleysu sem hér á sér stað í þessu efni.

Ein kynslóð á ekki að bera byrðar sem slíkar vegna klaufaskaps við skipan mála er valda miklu tjóni fyrir hlutaðeigandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skerðing lífeyris vegna verðbóta er keðjuverkandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband