Byggðastofnun er enn eitt fornaldarfyrirbæri miðstýringarþjóðfélagsins.

Mér hefur nú sýnst það nægilegt gegnum árin að þjóðin ætti þingmenn á þingi til að gæta sinna hagsmuna um málefni sinna kjördæma og almennt þó ekki sé til eitt stykki stofnun til þess að deila út fjármagni sem slíku, því til viðbótar.

Mun nærtækara er að sveitarstjórnir sem annað stjórnsýslustig hafi yfir auknu fjármagni að ráða en að hafa heila stofnun við slíka útdeilingu.

Að mínu viti er þar arfur fortíðarmiðstýringarþjóðfélags sem við þurfum að taka úr notkun hið fyrsta og gott dæmi um endaleysu þessa er það atriði að ákvörðun um frelsi í einni tegund fiskveiða orsaki tap í einni stofnun hins opinbera þar að lútandi.

Þvílík og önnur eins vitleysa fyrirfinnst varla þar sem alger skortur á efnahagslegri heildaryfirsýn er fyrir hendi greinilega.

kv.Guðrún María.


mbl.is Byggðastofnun í vandræðum á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband