Brú milli lands og Eyja.

Sem barni austur undir Eyjafjöllum, þótt mér agalegt að geta ekki komist þegar ég vildi til elsku ömmu til Eyja, og fannst það sjálfsagt að byggð yrði brú frá Landeyjum og út.

En það var nú ekki i kortinu í þá daga og vissulega mátti vel við una þá tíma því Douglas flugvélar flugu að mig minnir einu sinni í viku frá Skógasandi til Eyja og síðar var flug á Bakka í Landeyjar mikil samgöngubót.

Hvers konar hugmyndir manna um byggingu hafnar við Suðurströndina s.s við Dyrhólaey, komust aldrei á koppinn en þróun og framfarir við mannvirkjagerð hvers konar umbreyttust með árunum, og Landeyjahöfn varð að veruleika á teikniborðinu.

Siglingaleiðin er stutt til Eyja úr Landeyjum en sandrif og brim við útfall ánna á þessu svæði er mikið og sjálf vildi ég séð hafa höfnina austar í skjóli fjallanna, en við verðum að trúa viti mannanna sem reiknað hafa út að þetta sé allt í lagi og vonandi gengur allt á besta veginn sem mögulegur er.

Stytting sjóleiðarinnar er stórt skref fyrir Eyjamenn og þá sem búa uppi á landi ekki hvað síst Rangæinga sem munu án efa njóta návistar við Vestmannaeyjar í ríkara mæli.

Megi Guðsblessun fylgja siglingu Herjólfs frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Herjólfur í Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Kannski fyrir þig undan fjöllunum :) ekki illa meint :) en hver tímasparnaðurinn séð útfrá R-VÍK þaðan sem mest allir flutningar koma frá og fiskur frá eyjum.Það tekur 2 tíma að keyra í Bakkahöfn og þaðan örugglega 45 mín til eyja,til Þorlákshafnar tekur 45 mín að keyra og hefði verið fengíð stærra skip sem siglir á 2 tímum á milli og þarf ekki að fella niður ferðir sem eiga örugglega eftir að vera margar vegna legu hafnarinnar hver er þá ávinningurinn?? þessi höfn er örugglega góð búbót yfir sumartímann þegar ferðamanna sumarið er í góðu veðri :) en vonum samt að þetta gangi vel og ekki að slys verði vegna að dæmið var ekki skoðað til enda.....

Marteinn Unnar Heiðarsson, 17.7.2010 kl. 02:04

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Marteinn.

Það vill svo til að ég hefi tekið þátt í öllum þessum spekúlasjónum á sínum tíma, varðandi það atriði að fá hraðskreiðari ferju, sem og annmarka þá hugsanlega við siglingaleiðina. Þetta varð hins vegar niðurstaða meirihluta lýðræðislegar ákvarðanatöku að fengnu áliti sérfræðinga þar að lútandi á vegum þings þjóðar.

vona sannarlega að það gangi vel.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.7.2010 kl. 02:12

3 identicon

Það er svo létt að finna svona vitleysinga ens og Martein. Þeir eru út um allt hér á blogginu. Þetta er svo yndislegt

   Málið er alltaf með vitleysinga að maður vonar altaf að þeir séu að djóka, en kemst síðan að því að þeir eru víðar en maður heldur. 

   Þetta er mjög einfalt. Leiðin til Þorlákshafnar er 75km. Til Landeyjahafnar eru 12 km. Leiðin á Þorlákshöfn er rúmlega 6-falt lengri. Síðan er náttúrulega fastur tími í að leggja frá bryggju og leggja að bryggju, þannig að á endanum tekur 30-35 mín að komast í Landeyjahöfn, en 2:45-3:00 á Þorlákshöfn. 

   Þetta er miðað við bestu aðstæður, sem eru ekki beint meðalastæður á Íslandi!! Þannig að tímamunurinn er líklega meiri þarna á milli og oft tekur það Herjólf meira en 3 tíma að fara út í Eyjar.

  Ferðin út í Landeyjahöfn er því að jafnaði um 2 og hálfan tíma styttri í mínútum. 

  Að keyra til Þorlákshafnar tekur  svona 35 mín, og að keyra til Landeyjahafnar tekur svona 75 mín. Þannig að 40 mín í plús fyrir Þorlákshöfn. 

  Niðurstaðan er því 1 klst, og 50 mínútur í tímasparnað. Já, alvega hræðilegt

  Síðan mun farmiðjagjaldið væntanlega lækka töluvert, og ferðir verða mun tíðari til Eyja. Já, líka alvega hræðilegt.

   Endalausir möguleikar líka fyrir ferðaþjónust. Kannski það sé sem menn í Vestmannaeyjum séu hræddir við?

  Annars hef ég voðalega litlar skoðanir á þessu, og mér kemur málið ekkert við þannig séð.

 Reyndar finnst manni ótrúlegt hvað er dekrað við landsbyggðina mikið, en til hamingju Eyjamenn. 

Guðmundur Lundason (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 13:43

4 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Bara svona fyrir þig Guðmundur....Hver er tímasparnaðurinn með Herjólfi?? Það tekur 2 tíma að keyra austur að Bakkahöfn og síðan tekur ca 40 min að sigla yfir.Ef keypt hefði verið stærra skip sem siglir á 2 tímum á milli og það tekur 45 mín að keyra í Þorlákshöfn,hver er þá sparnaðurinn með þessu öllu og það kostar að keyra bílinn á Bakka og það kostar líka að hafa sanddæluskip sem þarf að vera að störfum 24/7 ,ég spyr bara?????það er km hámarkshraði á þjóðveginum svo þú skalt gefa upp rauntíma en ekki eitthvað bull...........

Marteinn Unnar Heiðarsson, 19.7.2010 kl. 20:00

5 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Marteinn.

það tekur 60 - 65 mín að keyra frá reykjavík - hvolsvallar

(miða þá við ártúnsbrekkuna þegar að ég tala um reykjavík)

þetta hef ég keyrt margoft þar sem að ég bjó á hvolsvelli.

það tekur 15 - 20 mín að keyra niðrá bakkaflugvöll og þetta er 3 kílómetrum lengra.

fljótlegra á að vera fara leiðina eftir þjóðvegi 1 og beint niðrí fjöru, en ekki í gegnum austu landeyjarnar einsog þegar að menn keyra í bakkafjöru.

skipið á að vera 40 mín bryggju - bryggju í bakkafjöru.

en var ca 2;55 - 3:10 að meðaltali bryggju - bryggju  til þorlákshafnar.

ferðin til reykjavíkur tekur þar 30 mín.

þetta er alltaf tímasparnaður til reykjavíkur, það er bara svo einfalt.

síðan eru jú ekki allir að fara til reykjavíkur.

þetta með kostnaðinn.

nú kemur til með að kosta það sama að fara t.d. vey - rvk með herjólfi og rútu.

fyrir 1 mann í bíl kemur það til með að vera töluvert dýrara, því er reyndar ekki að neita.

 en um leið og það verða 3 í bíl þá er það orðið ódýrara.

en fyrst og fremst þá er þetta samgöngubót.

á morgun ef að ég ætlaði mér upp á land þá gæti ég valið um að fara frá vestmannaeyjum  kl. 07:3, kl 10:30, kl 17:00 og klukkan 20:00

semsagt, fyrst og fremst, kem til með að geta klárað vinnudag og farið síðan t.d. klukkan 17 eða 20

þar til nú hefur þetta  bara verið 2 ferðir á dag á morgnana og klukkan 16

já og annsi oft fullt fyrir bíla í þær fimmtudaga, föstudaga og sunnudaga heim.

Árni Sigurður Pétursson, 20.7.2010 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband