Aum eru þau rök að við þurfum að ganga í Evrópusambandið til þess að breyta málum innanlands.

Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég heyri þau rök aðildarsinna að Evrópusambandinu að ganga verði þar inn sökum þess að svo og svo mikið sé að í íslensku stjórnkerfi og við getum ekki breytt þvi sjálf.

Þessi röksemdafærsla er hins vegar afar algeng ekki hvað sist varðandi málefni fiskveiðistjórnar í landinu.

Með öðrum orðum þeir sem vilja ganga í Evrópusambandið hafa gefist upp á þvi að búa til betra samfélag á Íslandi af eigin rammleik og vilja leita út fyrir landsteinanna um vald til þess hins sama.

Vald sem stórminnkar áhrif þeirra hinna sömu til þess arna í raun.

Ég veit ekki hvað skal kalla slíkar röksemdir en þær koma illa heim og saman við það atriði að áorka breytingum til bóta af sjálfsdáðum, heldur eru hafðar uppi óskir um að " aðrir " sjái um það hið sama.

Þótt ég sjálf vilji sjá breytingar á núverandi fyrirkomulagi fiskveiðistjórnar í landinu, og slíkar breytingar séu enn ekki komnar til, þá dettur mér ekki í hug að afhenda öðrum þjóðum yfirráð yfir fiskimiðunum til þess að breyta einhverju þar um, sökum þess að ég trúi því að Íslendingar muni sjálfir þess umkomnir að laga kerfi þetta til hagsbóta fyrir þjóðina í heild.

Sama er að segja um önnur mál í okkar samfélagi, við þurfum ekki að sækja vatnið yfir lækinn, og getum sjálf breytt því sem við viljum breyta, hér innanlands, með þáttöku í samfélaginu sem einstaklingar þar sem við viðrum okkar skoðanir innan og utan stjórnmálaflokka með baráttu fyrir nauðsynlegum umbótum.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góð hugleiðing hjá þér Guðrún.

Það er einna helst eins og sumir Íslendingar skammist sín. Skammist sín fyrir smæð þjóðarinnar, skammist sín fyrir getuleysi stjórnvalda, skammist sín fyrir okkar fallega land.

Þetta fólk ætti frekar að skammast sín fyrir að þora ekki standa á rétti sínum, það ætti að skammast sín fyrir að þora ekki að taka á vandamálunum, það ætti að skammast sín fyrir að telja alltaf að grasið sé grænna hinumegin við lækinn!

Gunnar Heiðarsson, 14.7.2010 kl. 02:40

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Gunnar.

Hagsmunir okkar Íslendinga eru til lengri og skemmri tíma sjálfstæði í ákvarðanatöku um eigin mál, en til þess þurfa stjórnvöld að hafa skoðanir á framtíð landsins.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.7.2010 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband