Íslendingar munu fórna meiri hagsmunum fyrir minni, við inngang í Evrópusambandið.

Það er allt rétt sem kemur fram hjá Nigel Farege í þessu efni og það taldi ég mig hafa komist að fyrir fimmtán árum er ég kynnti mér, þróun þessa sambands og sjávarútvegsstefnu gagnvart aðildarríkjum.

Fullveldisafsal yfir fiskimiðunum er forsenda inngöngu, tímabundnar undanþágur eru það eina sem býðst, flóknara er og verður það ekki.

Sökum þess er þar með fórnað meiri hagsmunum fyrir minni af hálfu okkar Íslendinga, eðli máls samkvæmt og sökum þess ætti hver einasti starfandi stjórnmálaflokkur í landinu að hafa þá vitneskju innbyrðis, þjóðarhagsmunum til handa um lengri og skemmri tíma.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki ganga í ESB!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eina sem ég sé rangt við alla þessa umræðu er það að við höfum þegar afsalað okkur fiskimiðunum til fárra manna.

Þess vegna lít ég svo á það (vona að ég sé ekki að gera landráðsmaður) að það skiptir mig nánat engu máli hver á fiskinn. Þetta er bara mín skoðun sem ég þarf að gera upp við mig þegar verður kosið hvert ég set mitt X. Tel samt líklegra að ég segji NEI. Þó verður að hafa í huga að það er fólk þarna úti sem hugsar eins og ég. Held að margir hugsi hvað græði "ég" á því að við förum inn, ekki bara hvað þjóðin í heild græðir/tapar.

Raggi (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 02:04

2 identicon

Hvernig kynntir þú þér þetta?

Hverjar voru heimildirnar sem þú hafðir?

Finnst eins og fólk slái upp alls konar vitleysu og segist hafa kynnt sér málin í þaula.

En það er auðvitað bara mín skoðun.

Tóti (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 07:48

3 identicon

Það er alveg merkilegt að þegar fólk sem er á móti inngöngu í ESB segist hafa kynnt sér málin þá skal oftast nær vera það fyrsta sem fylgjendur þess gera er að véfengja þá staðreynd. Það er bara þannig að mjög margir sem hafa kynnt sér Evrópusambandið eru á móti inngöngu þangað eftir að hafa kynnt sér fortíðina MJÖG VEL!!!

Fjóla (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 09:19

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég las bók fyrir 15 árum.. ég man því miður ekki lengur um hvað hún fjallaði en ég man að ég var á móti innihaldinu

Óskar Þorkelsson, 8.7.2010 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband