Verkalýðshreyfingin og ríkisstjórnin svari fyrir meinta fénýtingu lífeyrissjóða í opinberar framkvæmdir í landinu.

Sé það svo að sitjandi stjórnvöld telji sig hafa nægileg ítök í verkalýðshreyfingu þessa lands sem skipar að sjálfdæmi í stjórnir lífeyrissjóða, til þess að fá sjóðina til þess að fjármagna verkefni sem eru hins opinbera en ekki sjóðfélaga á vinnumarkaði, þá er illa komið.

Það er og hefur verið óviðunandi fyrirkomulag í verkalýðshreyfingu þessa lands að þeir hinir sömu skipi í stjórnir sjóða þessara svo ekki sé minnst á innkomu vinnuveitenda sem aldrei skyldi verið hafa.

Afdalafyrirkomulag verkalýðsmála í anda lýðræðisleysis miðalda sem Alþingi hefur enn ekki verið þess umkomið að endurskoða, i við skipan í stjórnir lifeyrissjóða af stjórnum félaga.

Aldrei nokkurn tíma var það tilgangur með þessari sjóðasöfnun að viðkomandi sjóðir gætu tekið þátt í markaðsbraski til ávöxtunar en vitað mál var að önnur varð raunin því miður, og tap sjóðanna og skerðingar eru þjófnaður af launþegum ekkert annað, og mér er til efs að alþingismenn hafi áttað sig á því hvað 10 prósent heimild til skerðinga þýddi á sínum tíma fyrir þá er njóta greiðslna úr sjóðum þessum varðandi arðsemisrekstur sjóðastarfsseminnar.

Það er að æra óstöðugan að nú skuli ríkið hlaupa til eftir hinar gífurlegu skattahækkanir þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr og svo mikið sem ræða um það að lífeyrissjóðir koma að fjármögnun opinberra verkefna.

Min skoðun er sú að hvorki samgönguráðherra né aðrir forkólfar þessarar ríkisstjórnar hafi leyfi til þess að koma nálægt þeim fjármunum sem innheimt eru lögum samkvæmt af launþegum í formi iðgjalda í lífeyrissjóði, frekar en stjórnarmenn sjóðanna hafi leyfi til þess að semja við hið opinbera um þáttöku í framkvæmdum hins opinbera nokkurs konar.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband