Vitundin fyrir siðgæði.
Mánudagur, 5. júlí 2010
Það segir í hinni helgu bók Biblíunni að það þurfi sterk bein til að þola góða tíma.
Við getum ekki keypt okkur hamingju enn sem komið er því enn verður slíkt á valdi mannsins að áskapa sér það hið sama í formi virðingar og trausts, hvers eðlis sem er.
Við getum ekki barist fyrir réttlátu samfélagi öllum til handa nema að taka þátt í þvi í orðum og gerðum af eigin rammleik, eða hvað ?
Margur verður af aurum api segir máltækið og víst er það að magn peninga getur villt manninum sýn á það sem skiptir máli í lifi og tilveru okkar.
Ásókn mannins í veraldleg auðæfi, mælir ekki hamingju endilega með sama móti.
Sannleikurinn mun gera yður frjálsan, segir hin helga bók einnig og það er rétt því sannleikurinn er forsenda kærleika og virðingar manna á milli.
Ef vitundin um mörk hvers konar er á reiki um hvað skal og hvað skal ekki, er illa komið þar sem einstaklingshyggja og frumskógarlögmál kunna að ráða ríkjum, og almenn vitund manna um sanngirni og réttlæti víkur fyrir þjónkun við stundarhagsmuni hvers konar.
Maðurinn hefur gegnum tíðina verið þess umkominn að finna almenn mörk vitundar um siðgæði sem ágætt er að skilgreina og færa upp á samtíma hverju sinni, til leiðbeiningar fram í tímann.
Hvers konar kerfi mannsins og skipulag allt skyldi taka mið af slíku, sem ætti að birtast gegnum kjörna fulltrúa þjóðar á þingi hverju sinni.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heil og sæl góð færsla og þörf
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 5.7.2010 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.