Menntun haldist í hendur við þörf hvers þjóðfélags.

Menntun er vissulega af hinu góða svo fremi hvert og eitt þjóðfélag hafi þörf fyrir þá hina sömu menntun og i upphafi skyldi endir skoða í því sambandi.

Það getur ekki verið af hinu góða að telja fólki trú og byggja upp væntingar þess efnis að langskólanám skili svo og svo miklu í formi tekna, þegar menn standa frammi fyrir því að endurskipuleggja heilu þjóðfélögin eftir hrun.

Mín skoðun er sú að eitt þjóðfélag eigi ekki að niðurgreiða menntun nema að þörfum hins sama samfélags sem er mælanleg eining.

Ég lít svo á að skoða þurfi verulega hversu vel er búið að grunnmenntun hvers einstaklings, í formi fjármagns þar að lútandi, og hversu miklu fjármagni er varið í framhaldsmenntun af skattfé.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stefnir í mikið atvinnuleysi meðal menntamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl , það er einmitt hárrétt hjá þér GM að menntun þarf að haldast í hendur við þörf þjóðfélagsins. Þetta hefur því miður ekki verið raunin, verkmenntun hefur ekki verið metin að verðleikum, sennilega vegna þess að flestir ráðamenn hafa verið langskólagegnir lögfræðingar.

kær kveðja 

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 5.7.2010 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband