Um daginn og veginn.

Ennþá hefur mér ekki auðnast það að fara austur undir Eyjafjöll á heimaslóðir eftir eldsumbrotin þar ýmissa hluta vegna.

Alltaf er hugurinn hins vegar " heima " í frelsi náttúrunnar, þar sem Hrossagaukurinn spilar vorið og sumarið út í gegn, og Tjaldurinn tiplar um túnin, Krían gargar af og til, og Kjóinn skellir sér niður í bardagaham til að verja afkvæmin og yfirráðasvæðið.

Brimið suðar við ströndina, sem blandast saman við jarm lamba sem flækst hafa of langt frá ánum. Nautpeningur og hross á beit í haganum.

Ilmandi angan af nýslegnum túnum.

Sveitarómantík sem ég elska.

Friður og ró sem fangar hugann, og endurnærir hverja taug líkamans.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband