Hvað átti ríkisstjórnin að gera sem hún hefur ekki gert.
Sunnudagur, 4. júlí 2010
Í fyrsta lagi átti sú ríkisstjórn sem tók við eftir síðustu þingkosningar að hefjast handa við það að koma almennum aðgerðum í gang við stjórn efnahagsmála, varðandi það að taka fall krónunnar af almenningi að hluta til, meðan verið var að gera upp gömlu bankanna.
Í öðru lagi, skyldu stjórnvöld á sama tíma hafa haldið hvers konar skatta og gjaldahækkunum í hófi gagnvart almenningi í landinu, sem aftur hefði skilað hagkerfi í gangi í stað stöðnunar.
Í þriðja lagi skyldu hvers konar nauðsynleg þjónustuverkefni hins opinbera varðandi útboð framkvæmda hljóta flýtimeðferð í stað, aðgerðaleysis í því efni.
Í fjórða lagi átti ríkisstjórnin aldrei að láta sér detta í hug að þvinga aðildarumsókn að Evrópusambandinu gegn um þjóðþingið í krafti meirihluta við þessar kringumstæður.
Í fimmta lagi, átti þessi ríkistjórn að koma fram sem aðili sem gerir sér far um að vera í góðu sambandi við fólkið í landinu með upplýsingum um hverjar þær ráðstafanir sem fyrir dyrum voru hverju sinni, með því að tala við fólkið af hálfu ráðherra viðkomandi málaflokka ekki hvað síst forsætisráðherra.
Við slíkar aðstæður þar sem ein þjóð má þola hrun eins efnahagskerfis er það eitt af því mikilvægasta sem um ræðir að stjórnvöld komi fram sem sá sterki en það hefur núverandi ríkisstjórn því miður ekki gert að mínu mati, heldur hafa erjur og deilur innbyrðis um ýmis mál einkennt stjórnarfarið sem og upplýsingaleysi sem og feluleikur varðandi icesavemálið verið olía á eld óánægju allra handa.
Til þess að bæta gráu ofan á svart eftir ákvörðun forseta um að vísa lögum um icesave í þjóðaratkvæði, hófu forkólfar ríkissttjórnar að tala niður það atriði að máli þessu væri vísað í dóm þjóðarinnar sem fyrir sitjandi stjórnvöld eins og að skjóta sig í fótinn í raun og jók ekki trú á getu stjórnvalda til að taka á málum nema síður væri.
Fleira mætti nefna en læt nægja í bili.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæl Guðrún, öll fimm atriðin sem þú telur upp voru á loforðalista annars stjórnarflokksins fyrir síðustu kosningar og fjögur atriði á loforðalist hins.
Þar að auki voru mörg fleiri mál á loforðalistum þessara flokka, sem ekki hafa enn sést. Auk þess var málflutningur formanna þessara flokka, frá hruni og fram til þess tíma er minnihlutastjórnin var mynduð, með þeim hætti að fólk virkilega trúði því að tekið yrði þannig á málum að kjör almennings í landinu yrðu varinn fram í rauðann dauðann. Annað hefur komið á daginn! Stjórnvöld taka þá framfyrir sem stóðu að hruni landins!!
Það er sárt að hugsa til þess hersu mjög maður hefur verið niðurlægður af þeim sem maður hélt að treystandi væri til að koma okkur út úr kreppunni!!
Gunnar Heiðarsson, 4.7.2010 kl. 08:58
Að mínu áliti hefði átt að taka alla verðtryggingu úr sambandi tíma bundið meðan það versta gekk yfir. Bæði á inn og útlán ég held að flestir hefðu sætt sig við það. Þakka þér fyrir góðan pistil Guðrún María.
Ragnar Gunnlaugsson, 4.7.2010 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.