Það átti að spyrja þjóðina um HVORT, fara ætti í viðræður.

Fádæma vitundarskortur núverandi ráðamanna einkum í Samfylkingunni, varðandi það atriði að þvinga gegn um þingið aðildarumsókn að Evrópusambandinu, kann að kosta okkur fjármuni sem hent er á glæ.

Auðvitað átti að kanna vilja þjóðarinnar til þess að sækja um aðild, þar var og er hin lýðræðislega aðferð.

Einungis aðferðafræði stjórnvalda hefur kallað á andstöðu við málið, ein og sér.

kv.Guðrún María.


mbl.is Aðeins fjórðungur vill í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þú mannst það kannski Guðrún, að það var lögð fram tillaga, um þjóðaratkvæðagreiðslu, um hvort fara ætti í aðildarviðræður. Því var hafnað með þeim rökum, að það væri vart forsvaranlegt að eyða fjármunum í atkvæðagreiðslu, um það hvort stjórnvöld mættu skreppa til Brussel í kaffi.

 Reyndar hefði slík þjóðaratkvæðagreiðsla, eða öllu heldur undanfari hennar verið neyðarlegur fyrir stjórnvöld, í það minnsta annan flokkinn, Vg.  Í undanfara kosningana hefðu eflaust verið rædd samningsmarkmið, viðræðnana, ef þjóðin kysi viðræður. 

Hverju hefði þá Vg getað svarað um samningsmarkmið, vegna aðildar sem flokkurinn er á móti?

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.7.2010 kl. 00:26

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Kristinn.

Já þetta er sannarlega góð spurning í þessu sambandi.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.7.2010 kl. 01:03

3 identicon

Rangt! Þjóðin mun verða kölluð til samþykktar eða synjunar um ESB.

Þá mun hún væntanlega hafna. En eigum við ekki að leyfa þjóðinni að velja?

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 01:21

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Heilög Jóhanna er marg oft búin að lýsa því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla, um þetta mál, verði aðeins RÁÐGEFANDI en ekki BINDANDI fyrir stjórnvöld.  Ég treysti ekki þessari ríkisstjórn í þessu máli sem öðrum.

Jóhann Elíasson, 2.7.2010 kl. 03:29

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt hjá þér Guðrún það átti að spyrja þjóðina, ekki hvort ætti að fara í viðræður, heldur hvort við ættum að hefja aðlögunarferli.

Aðlögunarferli og samningaviðræður er ekki eitt og hið sama, það er mikill munur á þessu tvennu.

Gunnar Heiðarsson, 2.7.2010 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband