Voru ekki 232 kvartanir á heilbrigðisþjónustuna árið 2009 ?

Kíkti inn á síðu Landlæknisembættisins, og þar kom fram að kvartanir á starfssemi Jónínu hafi komið frá " sjúklingum, læknum, vísindamönnum og öðrum hópum.... " jafnframt segir aðstoðarlandlæknir að " fólki blöskri auglýsingamennska... " sem er nú frekar óvísindalegt orðaval, og huglægt mat í raun.

Ég hygg að embættinu væri nær að ræða um þá annmarka sem heilbrigðisþónustan á við að stríða og birtist án efa í þeim 232 kvörtunum sem til staðar voru árið 2009, en að agnúast út í Detox meðferðina hjá Jónínu.

EF ég þekki rétt hafa nokkrir frekjudallar í læknastétt att Matthíasi út í þennan hamagang gegn Jónínu, og hver veit nema sömu aðilar hafi hagsmuna að gæta gagnvart lyfjafyrirtækjunum, þar sem all margir hafa farið boðsferðir í kynningar hér um tíma að minnsta kosti, kanski hefur það minnkað í heimskreppunni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Detox ekki heilbrigðisþjónusta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólk hefur rétt á því að velja sér þær læknisleiðir sem í boði eru.

Lyfjaiðnaðurinn er nákvmæmlega eins og þú lýsir. Það eru til hundruðir tilfella í heiminum þar sem þau ráðast að litlum fyrirtækjum. Sem bjóða upp á leiðir til að bæta heilsu sína á náttúrulegan veg. Yfirleitt eru læknar notaðir í þeirri áróðursherferð sem fer í gang.

Það er mjög absúrd þegar haft er í huga að læknar hafa ekki mikið vit á næringarfræði. Enda er það varla fag í Læknaskólum. Þær læra kannski örfáa klukkutíma um þessa hluti og gagnrýna svo fólk sem hefur tileinkað lífi sínu þessum fræðum.

Algerir kjánar og í raun enn ein valdamafíann á landinu. Læknar eiga að halda sig frá næringarhlutanum eða bæta þekkingu sína. Þeir haf ekkert efni á að gagnrýna hluti sem þeir hvorki þekkja af eigin raun né flestra þeirra sem þetta hafa prufað.

Gríðarlegur minnihluti gagnrýnir þetta. Sennilega fólk sem fór í of mikil fráhvörf.

Már (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 02:20

2 Smámynd: Páll Jónsson

Er Jónína Ben eina manneskjan sem hefur kröfu til að fá að kasta fram fáránlegum kraftaverkafullyrðingum án þess að þurfa að styðja þær og án þess að þurfa að sæta gagnrýni, eða hef ég sama rétt?

Því ef svo er, þá vil ég hér með kynna krabbameinslosandi baknuddið sem ég hef verið með í þróun undanfarin ár.

Mér er hreinlega andskotans sama hvort fólki "líði vel" eða "léttist um 20 kíló" eftir meðferðir hjá Jónínu, það eru staðhæfingarnar um að meðferðin vinni gegn fjöldamörgum alvarlegum sjúkdómum sem fólk er reitt út af.

Páll Jónsson, 12.6.2010 kl. 02:49

3 identicon

Málið snýst alls ekki um það hvað lyfjafyrirtækin séu stór og evil. Það snýst heldur ekki um það hvað læknar séu búnir að taka marga tíma í næringarfræði. Þetta snýst um það hvort gerðar hafa verið áreiðanlegar rannsóknir á gagnsemi detox eða ekki, og hvort þær rannsóknir hafi verið nægilega vel unnar til þess að þær hafi fengist birtar í viðurkenndum vísindatímaritum.

Mér er sjálfri í rauninni nokkuð sama hvaða skoðun læknar og lyfjafyrirtæki hafa á detox. Það sem ég kann að meta eru hráar staðreyndir þar sem engum undanbrögðum er beitt. Endilega bendið mér á birtar greinar um ágæti detox og þá skal ég endurskoða álit mig á meðferðinni.

...og í guðanna bænum ekki byrja á einhverjum samsæriskenningum um að vísindaheimurinn allur sé svo spilltur á heimsvísu að hvert einasta (af hundruðum) viðurkenndra vísindatímarita sé með í "plottinu" gegn óhefðbundnum lækningum og neiti að birta greinar um þær.

Lena (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 03:17

4 identicon

Sæl öll, hef aðeins verið að fylgjast með þessari umræðu um Detoxið hennar Jónínu. Finnst þessi umræða svolítið sérstök og verð að segja að mér finnst Jónína ekki styðja sitt mál á nógu faglegan hátt til að sannfæra mig um ágæti þessarar meðferðar, sérstaklega hvað varðar ristilskolanirnar.  Þekki nokkra sem hafa farið til Jónínu og verið mjög ánægðir, aðra sem ekki hafa verið eins ánægðir.  Það er bara eins og með alla aðra þjónustu býst ég við. 

Við vitum öll að heilbrigðiskerfið og læknavísindin eru ekki heilög frekar en hvað annað.  Við vitum að ýmis lyf hafa aukaverkanir og stundum jafnvel notuð vegna aukaverkanana en ekki vegna þess hvers þau áttu að gera í upphafi.  Það sem mér finnst vandamálið með þessar Detox-meðferðir er að það er verið að fullyrða að rannsóknir standi að baki þessu en eina sem heyrist frá Jónínu eru samsæriskenningar og væl.  Hún myndi hljóta mun meiri virðingu í mínum augum ef hún hætti því og leggði fram þær rannsóknir sem hún fullyrðir að séu til og kæmi fram í fjölmiðlum á málefnalegan hátt.  Hún færir illa rök fyrir sínum málstað öfugt við þá sem eru að gagnrýna hana.

Annað er líka það að það er verið að gagnrýna það hvernig hún auglýsir sína starfsemi, ekki bara starfsemina.

Njótið helgarinnar

kv GÓ

Guðrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband