HVAR eru blaðamannafundir ráðamanna um úrræðin í skuldavanda heimilanna ?

Það atriði að sitjandi ráðamenn láti lítið sem ekkert í sér heyra þegar fjárhagsleg niðurdýfa er í einu þjóðfélagi kann ekki góðri lukku að stýra, og ekkert væri eðlilegra en að hvoru tveggja forsætis, fjármála og félagsmálaráðherra nýttu sér aðstoðarmenn sína til þess að halda reglulega blaðamannafundi þar sem kynnt væru þau úrræði sem eru í boði.

Það er nefnilega ekki nóg að vísa á heimasíður, því ekki eru allir landsmenn tölvutengdir þótt margir séu það.

Sambandsleysi ráðamanna við fólkið í landinu eykur á vonleysi sem er nú nóg fyrir í slíkri niðurdýfu sem við Íslendingar megum þurfa að meðtaka.

Upplýsið almenning betur um úrræði, á hverjum tíma, það er lágmarkskrafa.

kv.Guðrún María.


mbl.is 30-40% heimila þurfa aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband