Ríkisstjórnin mætti skuldavandanum með stórhækkuðum sköttum á almenning.

Því miður er það svo að þorri manna á almennum vinnumarkaði lendir i öðru skattþrepi sem þýðir skattahækkun og hætt er við því að einhverjum bregði víð nú í ágústmánuði.

Það atriði að hækka skatta í atvinnuleysi er ekki góð formúla nú sem nokkru sinni.

Frysting lána í fjármálastofnunum er gálgafrestur.

Greiðsluaðlögun til handa þeim verst settu komst á koppinn, þar sem fólk skyldi fyrir dómsstóla eftir að hafa farið gegn um Ráðgjafaþjónustu heimilanna, sem síðan á eða átti að breyta í Umboðsmann skuldara þar sem ekki þyrfti að ganga fyrir dómsstóla í slíku. Hef ekki séð það frumvarp verða að lögum en gæti hafa farið framhjá mér.

Allur hringlandaháttur í aðgerðum sem þessum er ekki af hinu góða.

Raunin er sú að fólkið í landinu kemur ekki auga á það sama og stjórnvöld þykjast hafa að gert.

Því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hafa komið til móts við skuldavandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband