Og Samfylkingin telur sjálfgefið að halda völdum í Hafnarfirði....

Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með framhaldi hér í Hafnarfirði varðandi það atriði hvort sami flokkur verður aftur við stjórnvölinn fyrir tilvist eins fulltrúa annars flokks, þar sem sömu flokkar koma að ríkisstjórnarsamstarfi einnig.

Það virtist muna litlu að Framsóknarflokkur fengi mann inn sem eðli máls samkvæmt kann að hafa breytt nokkru um þá oddaaðstöðu sem einn maður Vg, hefur hér í bæ.

Guðrún Ágústa hefur verið fulltrúi minnihluta ásamt Sjálfstæðisflokki og minnihlutinn er með meirihluta nú, ég endurtek fróðlegt verður að fyljast með framhaldinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vonbrigði í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Promotor Fidei

"Óánægjan í bæjarfélaginu stafar fyrst og fremst af afleiðingum hrunsins" segir karlinn.

Maður hefði haldið að óánægjan stafaði kannski að því að með ólíkindum er hversu illa hefur verið farið með peninga í Hafnarfirði og hvílíkum ógnarskuldum hefur þar tekist að safna.

Promotor Fidei, 30.5.2010 kl. 03:55

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það ætti nú að vera hægt að finna eitthvert samasemmerki þar á milli, þar sem einvaldar til stjórnar gætu hugsanlega litið sér nær.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.5.2010 kl. 04:10

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þó Samfylkingin tapi fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn bæti við sig eru það enn umtalsvert fleiri Hafnfirðingar sem vilja frekar hafa Samfylkinguna í meirihluta en Sjálfstæðisflokkinn. 

Það verða hvorki Sjálfstæðisflokkur eða Samfylkyng sem ákveða hvaða meirihluti verður myndaður. Hafnfirðingar fengu fulltrúa VG það vald. Þannig er bara lýðræðið stundum, það getur verið jafn fúlt og það er ljúft.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.5.2010 kl. 04:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband