Við getum gert enn betur í Hafnarfirði.

Ég hef búið í Hafnarfirði síðan 1998, og starfað í einum af grunnskólum bæjarins síðan þá með yndislegu fólki og góðum starfsanda.

Á stundum finnst mér hinn sanni íþróttaandi einkenna bæjarbraginn, sem ef til vill er ekki skrítið því sannarlega hefur Hafnarfjörður átt afburða íþróttmenn til langs tíma að öðrum sveitarfélögum ólöstuðum.

Þessi sami íþróttaandi ríkir einnig oft og iðulega þegar takast þarf á við hvers konar verkefni við að fást hér innanbæjar, nema í pólítikinni þar sem skortir enn frekari samvinnu að mínu viti.

Hér hefur einn flokkur fyrrum Alþýðuflokkur nú Samfylking verið með mikið fylgi í bæjarmálum, og síðasta kjörtímabil einráður við stjórnvölinn.

Einræði til langtíma þróar spillingu einhvers konar, alveg sama hver á í hlut og því hollt að skipta um flokka millum kjörtímabila við stjórnvölinn.

Ég gekk í Framsóknarflokkinn síðasta sumar og tek nú í fyrsta skipti þátt í sveitarstjórnarkosningum í mínum heimabæ, þar sem ég styð öflugt fólk til starfa fyrir flokkinn í sveitarstjórnarmálum.

Fólk með hugsjónir að leiðarljósi um betra mannlíf í Hafnarfirði þar sem varðstaða um velferð bæjarbúa og ábyrga faglega stjórnsýslu, er meginmarkmið.

Við getum nefnilega gert enn betur með því að leita leiða sem eru til varðandi atvinnusköpun, skipulag og almenn tækifæri til framtíðar, með því að fá nýtt fólk með nýja sýn á mál öll.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hafnfirðingar vilja breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband