Viltu ís Björn ?

Hafi hringleikahús stjórnamála einhvers staðar verið á ferð undanfarin fjögur ár þá er það í höfuðborg landsins Reykjavík, þar sem Ráðhústjarnarkvartett Reykjavíkur hefur átt sínar uppákomur, þar sem allir kjörnir fulltrúar hafa spilað sína rullu allra handa, fram og til baka heilan hring.

Þvílíkt sjónarspil kjörinna fulltrúa er vandfundið í sögunni, og Reykvíkingum þvi vorkunn sem leggja traust sitt mest á grínframboð hins vinsæla Jóns Gnarr, og félaga.

Öllu gríni fylgir alvara og á laugardaginn kemur það í ljós hvort framboð Jóns fær meirihlutafylgi eins og skðanakannanir benda til.

Fái hann meirihlutafylgi verður grínið að alvöru og
borgarbúar fá ísbjörn í Húsdýragarðinn, sem er án efa ágætt, en ísbjörninn hlýtur að kosta eitthvað og kanski væri betra að lækka gjaldtöku í garðinn í staðinn.

Kemur allt í ljós á laugardag, hve mikið grín verður í höfuðborg landsins, næstu fjögur ár.

kv.Guðrún María.


mbl.is Jón Gnarr vill stólinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jón Gnarr verður Borgarstjóri. Fólkið hefur ákveðið það...þetta er ekki grínframboð að neinu leyti...

Óskar Arnórsson, 27.5.2010 kl. 05:59

2 identicon

Við skulum nú ekki hafa áhyggjur af kostnaði við ísbjörninn.Kannski bara poppar 1 uppúr Tjörninni.

ræstingafélagið (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 13:07

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ísbjörninn er symbol fyrir breytingar. Reykjavík er ein leiðinlegsata borg á jarðkringlunni og samt finnst manni vænt um þessa borg. Jón Gnarr kemur lífi í þetta. Með Ísbjörnum eða gíröffum, selatjörn eða hvað sem er. Það á að banna bankastarfsemi í miðborginni því þeir eru allir svo ljótir...

Óskar Arnórsson, 27.5.2010 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband