Hvernig væri að gefa Samfylkingunni frí ?

Það er engum stjórnmálaflokki hollt að vera einráður við stjórnvölinn, alveg sama hvað sá flokkur heitir og ef til vill þarf Samfylking að fara í frí.

Reynsla undanfarinna ára hefur einnig sýnt, að mínu viti, að ekki er gott að hafa sömu flokka við stjórn sveitarfélaga og fara með landsstjórnina

Sjálf tek ég þátt í framboði Framsóknarflokksins núna, i mínum heimabæ og þar er einvala lið í efstu sætum, hugsjónafólk með hugmyndir um ný vinnubrögð í stjórnsýslu hins opinbera, fullt af atorku og dugnaði, ásamt reynslu og menntunar til starfa.

Framsóknarflokkur hefur ekki setið í bæjarstjórn síðustu fjögur ár, heldur einungis þrír flokkar Samfylking með meirihluta og VG og Sjálfstæðismenn í minnihluta.

Það er því valkostur að gefa nýju fólki tækifæri.

kv.Guðrún María.


mbl.is Samfylkingin með mest fylgi í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband