Og hefst nú rifrildi um ráðherrastóla, ef ég þekki rétt.

Auðvitað vill enginn víkja úr ráðherrastóli sem einu sinni hefur sest i þann hinn sama stól.... og því góð ráð dýr þegar kemur að því að reyna að sameina ráðuneyti allra handa.

Jafnframt er þar um að ræða hrossakaup millum sitjandi flokka við stjórnvölinn, þar sem ekki má falla of mikið vald úr hvorum flokki fyrir sig og þeir sem hafa verið upp á kant einhvern veginn eru líklegastir til þess að fá reisupassa úr ráðherrastólum í formi tillögugerðar þess efnis.

Ef til vill væri það ráð að halda eins og einn ríkisstjórnarfund austur undir Eyjafjöllum, uppi við Seljavelli í stað þess að funda í Ráðherrabústaðnum um þessi mál.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Breytingar ræddar áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband