Við kertaljós og útvarp með rafhlöðum.

Ég þarf ekki að kvarta yfir rafmagnsleysi hér í Hafnarfirði, en á yngri árum undir Eyjafjöllum var það alvanalegt að rafmagnið færi í tíma og ótíma.

Kerti voru því nauðsynjavara, en þess má geta að veðurhamur varð yfirleitt til þess að rafmagnsbilanir komu til sögu.

Það var einnig bráðnauðsynlegt að hafa útvarp með rafhlöðum en á þeim tíma voru slík útvörp algengari en nú og útvarpið heima fór alltaf í fjósið til mjalta og svo inn í bæ þess á milli.

Við erum annars afskaplega háð rafmagninu hvernig sem á það er litið og ég hygg að menn mættu nú að ósekju setja fram áætlanir um hvað gera skuli ef rafmagnsleysi kynni að verða viðvarandi á annatíma viðskipta og þjónustu.

Ég efa að slíkar áætlanir séu til.

 

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Víðtæk rafmagnsbilun á landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Ég tek undir það með þér, svo er ég persónulega ekkert undanskilin því að gera slíkar áætlanir heima hjá mér (þær eru ekki til).

Garðar Valur Hallfreðsson, 8.5.2010 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband