Baráttudagur verkalýðsins ?

Þegar svo er komið að verkalýðsbarátta er stöðnuð á þann veg að menn fari inn í skáp að sækja fána og stöðluð verkalýðsspjöld með aldagömlum slagorðum þann fyrsta maí, til þess að labba með smá spöl, með vinnuveitendum sem komnir eru í stjórn lifeyrissjóðanna, þá hvað ?

Hefur ekki eitthvað tapast af hugsjónum um mannsæmandi laun fyrir fulla vinnu svo ekki sé minnst á það atriði að verklýðshreyfing láti sig það varða að verkamaðurinn sé skattpíndur sem galeiðuþræll, áratugum saman ?

Því miður hefur barátta fyrir hagsmunum launamanna á almennum vinnumarkaði varla verið sýnileg allt of lengi.

Ástæðan er í mínum huga sú að samkrull vinnuveitanda og verkalýðshreyfingar hefur komið til sögu, ásamt því að meira og minna eru félögin tengd inn í stjórnmálaflokkanna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hefðbundin dagskrá á 1. maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Rétt hjá þér, þetta eru félagsrekendur og eiga því meira samleið með VSÍ en félagsmönnum stéttarfélagana sem þeir hafa skipt á milli sýn eftir starfsstéttum eins og mörkuðu sauðfé.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 1.5.2010 kl. 00:30

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Valli.

Já um leið og þetta kom til sögu brá svo við að 3% launahækkanir voru það sem hinn almenni verkamaður skyldi meðtaka undir formerkjum hins meinta stöðugleika lengst af.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.5.2010 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband