Stjórnmálin velta á mönnum og trausti á þá hina sömu.

Hverjum trúir þú og treystir til þess að sinna erindum almennings í landinu ?

Hver er trúverðugur til þess hins sama ?

Spurningin snýst um traust og það atriði að viðkomandi sé ekki líklegur til þess að smala sínum nánustu sem samstarfsmönnum í kring um sig , sem kalla verður klíkustjórnmál.

Það tekur tíma að ávinna traust og allt spurning um hve margir treysta hverjum og einum til góðra verka.

Ég lít svo að að starfandi stjórnmálaflokkar í landinu geti ekki lengur boðið upp á samsuðu fagurra markmiða á blaði líkt og verið hefur venjan fyrir hverjar kosningar á fætur öðrum, heldur þurfi að koma til sögu ný hugsun varðandi það atriði að koma á framfæri upplýsingum um einstaklinga er bjóða sig fram til starfa sem trúverðugir fulltrúar almennings, með víðsýn viðhorf á eitt samfélag og viðfangsefni þess.

Traust er það sem þarf að skapa til framtíðar, og fólkið ákveður hverjir eru þar traustins verðir.

kv.Guðrún María.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband