Myndi EKKI ganga frá Skógum að gosinu.

Ekki myndi ég láta mér detta það í hug að ganga frá Skógum að gosstöðvum, einfallega vegna þess að ég er ekki göngugarpur sem gengið gæti á Esjuna og þaðan upp í Mosfellsdal.

Einn ágætur maður benti mér á það að þetta væri nákvæmlega vegalengdin og hæðarmismunurinn, og ekki á allra færi að leggja í slíkt.

Því til viðbótar eru veðurskipti þarna uppi með því móti að meira segja að sumri þarf að vera virkilega með áreiðanlegar veðurspár framundan svo vitið sé reitt meðferðis.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Smala fólki af gossvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Enda skynsöm kona Guðrún María. En svolítið kitlað í mér að taka þyrluflug
þangað upp. En hef, hingað til, látið skynsemina ráða. Og hún mun eflaust
gera það áfram!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.4.2010 kl. 00:14

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það er stórkostleg þjónusta hjá þeim að fljúga með fólk þarna yfir og skil vel þá sem nýta sér þá hina sömu þjónustu ef efni standa til þess arna.

Það er hins vegar ástæða til þess að benda á það að þetta er ekki " smá ganga " heldur fyrir vana göngumenn í raun ef gengið skal.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.4.2010 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband