Hafði einhver hagsmuna að gæta við samningu " skötuselslaganna " ?

Er ráðherrann Jón Bjarnason í útgerð eða einhver venslamanna hans ?

Spyr sá sem ekki veit, en hin alvanalega íslenska spilling er óhjákvæmilega það fyrsta sem kemur upp í hugann við hvers konar breytingar.

Skötuselur er alltént ekki helsti nytjastofn á Íslandsmiðum enn sem komið er, þar er þorskurinn efstur og eins og menn vita stendur það í lögum um stjórn fiskveiða að íslensku fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar, þar með talinn skötuselur og þorskur.

Einnig stendur þar að fiskistofnar hvort sem um er að ræða skötusel eða þorsk í formi úthlutaðra aflaheimilda myndi aldrei óafturkræfan eignarétt, viðkomandi aðila sem veiða.

Þetta vita allir sem til þekkja.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Vilja að skötuselslög verði afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband