Saga smáflokks.

Ég sagði mig úr Frjálslynda flokknum í byrjun apríl 2009, en skömmu áður hafði formaður farið þess á leit við mig að ég segði mig af lista sem ég áður hafði verið beðin um að taka sæti á, vegna þess að hafa gengið í stuðningshóp á facebook, við þingmann sem hafði þá sagt sig úr flokknum. 

Ég gekk í Frjálslynda flokkinn 2003, en áður hafði ég aldrei verið flokksbundin í stjórnmálum hér á landi.

Tók þá þátt í framboði í Suðvesturkjördæmi, þar sem þingmaður komst á þing úr því kjördæmi.

Sá hinn sami þingmaður sagði sig úr flokknum áður en kjörtímabil var á enda.

Ég tók þátt í kosningum 2007, og framboði, fyrir sama flokk þar sem flokkurinn hélt sínum þingmönnum á landsvísu eftir miklar mannabreytingar.

Á því kjörtímabili tapaði flokkurinn frá sér tveimur þingmönnum með stuttu millibili, sem hlotið höfðu kosningu.

Allt gerðist þetta undir stjórn Guðjóns Arnars Kristjánssonar sem formanns flokksins og það atriði að kenna þeim um sem yfirgáfu flokk þennan mun til lengri og skemmri tíma teljast vera afar mikil einföldun vægast sagt.

kv.Guðrún María.

 

 

 


mbl.is Óeining varð flokknum erfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband