Hinar endalausu deilur um fiskveiðistjórn hér við land.

Oftar en ekki hefur það verið raunin að hið ýmsa regluverk sem smíðað er um fiskveiðistjórn virkar ekki í raun, og alls konar endalaus flókindi hafa sannarlega komið við sögu.

Handapatatilraunir til umbreytinga hefur verið að finna af hálfu sitjandi ráðamanna án þess þó að þeir hafi fest fingur á umbreytingum kerfisfyrirkomulagsins í heild, sem aftur gerir stöðu jafnvel enn verri en ella.

Deilurnar um fiskveiðikerfið og alls konar endalausar mismunandi hugmyndir manna um " hina einu réttu leið " þar sem hver hefur sína sérskoðun er í minum huga orðið þreytt umræðuefni.

Afnema þarf framsal og leigu aflaheimilda og gjaldtaka af veiddum fiski en ekki óveiddum skal og skyldi vera forsenda breytinga hvers konar til framtíðar litið, flóknara er það ekki.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Gullkarfi eða djúpkarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Guðrún María,

það er brýnt að opna þessa grein fyrir nýliðun ef við eigum að uppfylla kröfur Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Útgerðaraðallinn greiðir aðeins 170 milljónir í auðlindagjald meðan leiguliðarnir borga 10 milljarða. Samt er útgerðaraðallinn með alla fulltrúana í sáttanefndinni nema einn, Finnboga Vikar, sem er í VG en var skipaður af Hreyfingunni.

Vinur okkar hann Ólafur í Grindavík hefur verið leiguliði í mörg ár en leigan verður bönnuð og ekkert annað breytist myndi hann missa (þræla)vinnuna .

Þess vegna verðum við að vera með frjálsar handfæraveiðar eins og við höfum alltaf stutt. Þess utan myndi það bjarga þjóðarbúinu við þessar aðstæður og betra en að sníkja lán.

Sigurður Þórðarson, 13.3.2010 kl. 07:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband