Hinir umboðslausu forkólfar ríkisstjórnarinnar, hafa vanvirt þjóðina.

Jóhanna og Steingrímur höfðu EKKERT umboð til samninga eftir að máli hafði verið vísað í þjóðaratkvæði EKKERT, það hefi ég margrætt um.

Þessir tveir ráðamenn hafa orðið uppvísir að vanvirðu við þjóðina og í raun gengið í orði kveðnu gegn stjórnarskrá með yfirlýsingum sínum um að taka ekki mark á þjóð sinni sem þeim hinum sömu bar og ber að gera.

Það eitt er hvoru tveggja skömm og hneisa til handa kjörnum stjórnmálamönnum á Alþingi Íslendinga.

Að mínu viti hafa þessir ráðamenn sjálfkrafa dæmt sig úr leik við frekari samningagerð fyrir hönd þjóðarinnar, því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kosningarnar ljúka ekki málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband