Kosningarétturinn er grundvöllur lýðræðisins.

Ég tek innilega undir orð forsetans varðandi það atriði að kosningarétturinn sé helgasti réttur hvers manns, og grundvöllur lýðræðisamfélagsins.

Ég hygg að sú hin sama vitund sé afskaplega rík hjá okkur Íslendingum, sem birtist í því að við höfum okkur til þegar við mætum á kjörstað hverju sinni til kosninga, en með því móti sýnum við virðingu okkar fyrir því hinu sama fyrirkomulagi.

Forsenda lýðræðis er opinská umræða hvarvetna í hverjum einasta flokki sem er í stjórnmálum, þar sem niðurstaða í málum öllum er leidd til lykta með kosningu, þannig að sátt ríki millum ólikra sjónarmiða.

Við skyldum virða þessa aðferð svo mest sem við megum því eitt er að eiga lýðræðislegt fyrirkomulag en annað að hafa það ekki, eins og við lýði er of víða enn í veröld vorri.

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson, hefur brotið blað með því að vísa máli til þjóðarinnar og á hann heiður skilið fyrir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ólafur Ragnar ætlar að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr.

Sigurður Haraldsson, 6.3.2010 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband