Hvar er ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar í þessu sambandi ?

Stjórnir verkalýðsfélaga skipa í stjórnir lífeyrissjóða, svo auðvelt ætti að vera að rekja ákvarðanatöku um " milljarðafjárfestingar " þær sem sjóðir hafa tapað af fjármunum launþega í landinu.

Hér er um að ræða hneyksli að mínu viti, því svo vill til að sjóðir þessir innheimta lögum samkvæmt iðgjöld af launum okkar mánuð fyrir mánuð ár eftir ár, áratug eftir áratug.

Sökum þess að innheimta þessi er lögbundin, ætti hið opinbera að vera skaðabótaskylt gagnvart launþeganum eðli máls samkvæmt, annað er hreinn og beinn þjófnaður.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Lífeyrissjóðir töpuðu tugum milljarða á Baugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband