Grundvallarspurningin í icesavemálinu.

Ætla íslenskir stjórnmálamenn undir einhverjum kringumstæðum að gera almenning í landinu er hefur greitt sína skatta og skyldur til samfélagsins undanfarin misseri, ábyrgan fyrir tapi af rekstri á íslenskum einkabönkum og starfssemi þeirra á erlendri grund ?

Án þess að gera út um kröfur viðkomandi landa fyrir dómstólum þar að lútandi áður, sem eðli máls samkvæmt eiga sér stað þegar um er að ræða rekstur á einkaréttarlegum grundvelli eins og starfssemi íslenskra fjármálafyrirtækja innihélt í lagalegu samhengi.

Tilgangur þess að færa starfssemi fjármálafyrirtækja á einkaréttarlegan grundvöll, var þess eðils að eigendur bæru ábyrgð á sínum fyrirtækjum hver fyrir sig, ekki almenningur í landinu þar sem ríkisbankar höfðu verið seldir til einkaaðila.

Ætli hið opinbera að gangast i ábyrgð fyrir eigendurna með álögum á almenning í landinu, eftir hrun þeirra hinna sömu fyrirtækja, heitir það vitundarfirring þar sem skortur á rökhyggju hamlar sýn ráðamanna við stjórnvölinn.

Almenningur hér á landi hvorki á né má taka slíkum fáránleika sem þar um ræðir, aldrei.

Almenningur sem enn þann dag í dag hefur mátt þurfa að taka því að sömu fyrirtæki, einkabankar, hafi veitt lán sem hafa hækkað um helming til handa lántakendum vegna gengisfalls við hrun sem fyrirtækin og stjórnvöld virðast ætla mönnum að geta greitt.

Hér gilda ekki sjónarmið um málamiðlanir og kalt mat á hagsmunum lands og þjóðar varðandi ábyrgð tryggingasjóða fjármálafyrirtækja innan evrópska efnahagssvæðisins,skal og skyldi fyrir löngu hafa verið leitt dómsstólafarveg alþjóðlegra skuldbindinga þjóða í millum, sökum ágreinings um túlkun framkvæmda. Kjörnir valdhafar valda ekki hlutverki sínu, standi þeir ekki varðstöðu um þetta til handa landi og þjóð, þar sem hagsmunir okkar Íslendinga eru í öndvegi.

Sitjandi valdhafar hér sem annars staðar, munu þurfa að axla ábyrgð á illa gerðu eða ónýtu regluverki um einkabanka og starfssemi þeirra, þar sem hver þarf að líta í eigin barm í því efni og axla þá ábyrgð er því fylgir gagnvart kröfum á stjórnendur fjármálafyrirtækja í einkaeigu og uppgjör hvers konar.

 kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sammála, og þá sérstaklega orðunum um að þeir "þurfa að axla ábyrgð á illa gerðu eða ónýtu regluverki um einkabanka og starfssemi þeirra"

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 7.2.2010 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband