Þessi ríkisstjórn er ekki að höndla þetta verkefni, því miður.

Hvernig væri staðan nú ef aðrir flokkar hefðu verið kosnir til valda ? Það er orðin áleitin spurning, einkum og sér í lagi varðandi það atriði að minnsta kosti einn stjórnmálaflokkur hafði það að stefnuskrá sinni fyrir síðustu kosningar til þings að niðurfæra skuldir um 20%.

Hefði slík ráðstöfun þ.e. að niðurfæra skuldir um 20% komið til sögu á vordögum 2009, hver væri staðan þá nú ?

Allur sá tími er ríkisstjórnarflokkar hafa tekið í eitt mál icesavemálið eingöngu undir meintum formerkjum málamiðlana millum flokka, er og verður í framtíð sérkapítuli í stjórnmálasögunni að mínu viti.

Jafnframt var aðildarumsókn að Evrópusambandinu algjör tímaskekkja til meðferðar á þingi í því efnahagslega ástandi er ríkti til handa einni þjóð, með innbyrðis deilum milli flokka í ríkisstjórn um það hið sama mál.

Fyrsta verkefni hverrar einustu ríkisstjórnar á hverjum tíma hlýtur að vera það að skapa efnahagslegan stöðugleika innanlands fyrst og fremst, þar sem hagsmunir þorra manna í landinu fara fyrir öllu öðru. Með hverjum þeim aðgerðum er grípa þarf til, varðandi það hið sama atriði.

Það hefur gengið seint, illa eða ekki hjá sitjandi stjórnvöldum því miður, og ekki sýnilegt að þessir flokkar valdi verkefninu.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Lausn á skuldavanda forsenda sáttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband