Á hið nýja Ísland að verða ný þokumóða markaðshyggjunnar , nú í boði vinstri stjórnar ?

Set hér inn skrif mín um markaðshyggjuþokumóðu þá er við höfum ferðast um í undanfarin ár, og svo virðist sem núverandi stjórnvöld hyggist vilja viðhafa áfram, miðað við aðgerðir og aðgerðaleysi allt við stjórnvölinn.

"

Markaðshyggjuþokumóðan !, frelsi hverra til hvers ?

 

 

Það er nokkuð fróðlegt að fylgjast hér með " frjálshyggjupostulum síðari tíma "
sem hafa fengið allt það frelsi sem hugsast getur til athafna, skæla yfir stjórnvöldum sem hafa ausið frelsi án landamæra á báða bóga hin síðari ár.

Það er eitt að fá frelsi og annað að höndla það, þar mun ætíð skína í gegn siðferði viðskipta allra með tilliti til þjóðhagslegrar hagkvæmni til handa þegnum landsins.

Réttlát þáttaka atvinnulífsins í skattgreiðslum til samfélagsins jafnhliða hinum almenna borgara er eðli máls samkvæmt það sem heldur einu stykki þjóðarskútu á floti.

Þar er um að ræða samfélagslega ábyrgð á jafnréttisgrundvelli.

Þetta skyldu menn athuga.

kv.
gmaria.

 

 

 

Markaðshyggjuþokumóðan, þrítugasti og fyrsti kapítuli.

Sunnudagur, 4. maí 2008

 

 

Ákveðin tegund öfganýfrjálshyggju hefur verið og er til staðar í stjórnvaldsathöfnum undanfarinna ára þar sem meðferðis eru markmið þess efnis að Ísland sé markaður, þótt þjóðfélagið telji aðeins þrjú hundruð þúsund manns, sem ekki telst markaður.

Þjóðin hefur ekki einungis mátt við það búa að hent væri yfir okkur einhvers konar " markaði " á öllum sviðum ( án þess að hann væri til ) með tilheyrandi einokun, heldur einnig þáttöku hins opinbera í sliku tilstandi með rekstri hins opinbera í járnum og með tekjuafgangi meðan almenningur lepur dauðann úr skel vegna alls konar skattaoffars og gjaldtöku í opinberri þjónustu, á flestum sviðum.

Framsal og leiga aflaheimilda í sjávarútvegi setti þjóðfélagið á annan endann, og eru mestu stjórnmálalegu mistök Íslandssögunnar. Fjármálaumsýsla sem slík jafngilti nefnilega innistæðulausri ávísun sem rúllað hefur veríð áfram allt til dagsins í dag.

Þjóðfélag liðskiptingar kom til sögu líkt og fyrir einni öld síðan, leiguliðar í sjávarútvegi, sjúkraliðar í heilsugæslu, skólaliðar í skólum, osfrv....

Stéttskipting og flokkun sem andvaralaus verkalýðshreyfing hefur látið yfir sig ganga, í áraraðir með tilheyrandi gjá milli tekjuhópa í samfélaginu þar sem mikill hluti af upphaflegum markmiðum og tilgangi hefur verið saltað í tunnu meintrar þjóðarsáttar um stöðugleika í efnahagsmálum sem auðvitað er enginn þegar grannt er skoðað.

Markaðslögmálin hér á landi hafa verið með þeim hætti að nautum hefur verið sleppt lausum úr húsi án þess að nokkuð hafi verið haft fyrir því að girða girðingar áður en sú athöfn kom til, með tilheyrandi ástandi frumskógarlögmála og einokunar, í landi sem ekki einu sinni telst markaður að höfðatölu.

Það alvarlegasta er hins vegar það að sitjandi stjórnmálamenn sem teljast eiga valdhafar við stjórnartauma þykjast ekki lengur geta tekið ákvarðanir og firra sig þar með ábyrgð sem kjörnir fulltrúar almennings í landinu sem innheimtir skatta og veita skal þjónustu til almennings í samræmi við það.

Þeir hafa heldur ekki bein í nefinu til þess að búa til efnahagsumhverfi í einu landi og leyfa fjármálafyrirtækjum að hafa lausann tauminn í þvi efni, sem er jafn alvarlegt og verulegt umhugsunarefni.

kv.gmaria. "

 

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband