Eyfellingar ýmsu vanir af veðurham.

Óhjákvæmilega hefur maður öðlast ákveðna virðingu fyrir náttúruöflunum við að sjá afl þeirra, mátt og megin austur undir Fjöllum í uppvextinum.

Í skólagöngunni sem innihélt skólaakstur að Skógum, var öðru hvoru notaður gamall Weapon bíll í stað Benz rútu, þegar þannig viðraði að þeim síðarnefnda var ekki fært um sveitina vegna veðurhams.

Hamfaraveður gerði einn vetur í byrjun áttunda áratugarins að mig minnir, en þá var öll sveitin nær í rúst eftir það veður. Sem dæmi tókst gamall Bedford vörubíll á loft, heilu þökin fuku í heilu lagi af húsum og rafmagnsstaurar brotnuðu í massavís. Bárujárnsplötur lágu eins og skæðadrífa um allar jarðir eftir þetta áhlaup.

Það hefur því á ýmsu gengið undir Eyjafjöllum gegnum tíð og tíma.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Sjálfvirk bílaþvottastöð“ undir Eyjafjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband