Sveitarfélögin skilgreini þjónustustig veittrar þjónustu á hverjum tíma.

Ég lít svo á þjónusta hins opinbera eigi að vera háð ákveðnum lágmarksstöðlum og þar gæti samræmis millum sveitarfélaganna hér á landi, þannig að þjónustustig í einu sveitarfélagi eigi ekki að þurfa að vera svo mjög frábrugðið öðru.

Þá er ég að tala um hina lögbundnu þjónustuþætti sem sveitarstjórnarstigið hefur með höndum, sem ég vil sjá metna samkvæmt stigum. Jafnframt þyrfti að gera það skylt að upplýsa íbúa um þjónustustig á hverjum tíma.

Hér er meðal annars á ferð spurning um skilvirkari nýtingu skattpeninga, en einkum og sér í lagi það atriði að ákveðnir grunnstaðlar á gæðum þjónustu séu til staðar alls staðar á landinu.

Af öllum tímum þá er tími sá er fer í hönd þar sem niðurskurður mun án efa ráða ríkjum, tími sem slik skilgreining þyrfti að vera til staðar.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Rætt um sóknaráætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband